Opið hús á Sjómannadaginn 11. júní nk, að Grandagarði 18

Við verðum með opið hús á Sjómannadaginn og bjóðum gestum og gangandi að kíkja við, skoða veiðigræjur, fræðast um sjóstangaveiði og fá sér kaffisopa. Líkt og í fyrra munum við sjá um hina vinsælu bryggjuveiði fyrir krakka, sjá nánar á www.hatidhafsins.is