Á aðalfundi SJÓL sem haldinn var 13. maí síðastliðinn var kosin ný stjórn.
Þetta árið var kosinn nýr formaður til tveggja ára. Elín Snorradóttir fékk óskoraðan stuðning frá aðildarfélögunum en Elín hafði um árabil verið formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur með góðum árangri og verið öflugur talsmaður fyrir íþróttinni.
Stefán B. Sigurðsson sem hafði verið formaður SJÓL síðustu 10 árin gaf ekki lengur kost á sér til formanns. Stefán mun vera stjórninni áfram innan handar í gegnum það kæruferli sem er í gangi gagnvart Fiskistofu, sem og öðrum málum er varðar störf formanns fyrst um sinn. Fyrir hönd allra félagsmeðlima óskum við Stefáni velfarnaðar og þökkum innilega fyrir allt það framlag sem Stefán hefur gefið af sér í gegnum árin.
Samhliða þessari breytingu var Sigurjón Már Birgisson, SJÓSKIP kosinn ritari og
Guðrún Rúnarsdóttir, SJÓAK gjaldkeri. Hvorugt þeirra hefur gegnt þessum stöðum áður en Sigurjón var áður gjaldkeri félagsins. Við bjóðum Guðrúnu velkomna og hlökkum til samstarfs með henni næstu misserin.
Nýr skoðunarmaður reikninga var einnig kosinn á fundinum og er það Hallgrímur Smári Skarphéðinsson formaður SJÓSIGL sem tekur við hlutverki Sigfúsar Karlsonar, SJÓAK.