Aðalmót SJÓAK

Sjötta og næst síðasta aðalmót sumarins verður haldið hjá SjóAk 12.-13. ágúst
Boðið verður uppá eins dags veiði ef næg þáttaka fæst. Þeir sem kjósa eins dags veiði verður úthlutað veiðidegi í samræmi við óskir þeirra ef mögulegt er.
SjóAk mun veita verðlaun fyrir eins dags veiðina.

Þáttökugjald er kr. 15.000,- og greiðist við mótsetningu.
Innifalið í þáttökugjaldi er miði á lokahófið, Mótsgögn, Nesti í keppni og kaffi við komu í land. Aukamiði á lokahófið kostar kr. 5.000,-

Fimmtudagur 11. ágúst
Kl. 20:00 Súpa í boði SjóAk að hætti Önnu Bjarkar í Ánni 4. hæð.
Kl. 20:30 Mótssetning í Ánni 4. hæð í Íslandsbankahúsinu, Skipagötu 14 Akureyri.

Föstudagur 12. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni
Aflatölur fyrri dags verða birtar á http://www.sjol.is og í nestiskassa daginn eftir

Laugardagur 13. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Kaffi, kakó og bakkelsi bíður þín á bryggjunni
Kl. 20:00 Húsið opnar fyrir lokahóf SjóAk í Golfskálanum Jaðri Akureyri
Kl. 20:30 Hátíðin sett og borðarhald hefst ásamt verðlaunaafhendingu
Kl. 23:30 Mótsslit. Tónlist dunar áfram ef veiðimenn verða í stuði

Rútuferð á lokahófið
Kl. 18:55 Dalvík
Kl. 19.10 Árskógarsandur (fer kl. 19:20)
Kl. 19:25 Hauganes (fer kl. 19:35)
Kl. 00:30 Rútan fer til baka frá Golfskálanum Jaðri

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags fyrir sunnudaginn 7. ágúst.

Gisting:
Margir gistimöguleikar eru á Akureyri og á Dalvík má helst nefna Vegamót og Fosshótel.
Guðrún og Sigfús munu bjóða uppá að gistingu í tveimur uppsettum fellihýsum með aðgang að heimili þeirra hjóna

Sjól félagar Ak-mót 2016