Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur stendur fyrir kynningar- og nýliðakvöldi föstudaginn 8. júlí.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér sjóstangaveiði. Farið verður í kvöldsiglingu með bát Sea Adventures, rennt fyrir fisk, aflinn grillaður og snæddur.
SJÓR félagar eru hvattir til að taka með sér vini og fjölskyldumeðlimi sem hafa áhuga á að kynna sér félagsskapinn.
30 pláss eru í boði og kostar 5.000 kr. á mann.
Skráning er á viðburðir á heimasíðu sjorek.is eða á netfangið sjorek@outlook.com