Innafélagsmót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 21. maí á Grundarfirði.
Stjórn SJÓR hefur ákveðið vegna breyttra aðstæðna með stuttum fyrirvara og erfiðleika með gistingu að breyta örlítið fyrirkomulagi innanfélagsmótsins þetta árið á þann hátt að farið verður á sjóinn laugadaginn 21 maí n.k. kl. 08:00 um morguninn og veitt til kl. 16:00 og verður lokahófið og verðlauna afhendingin sunnudaginn 22 maí í Höllinni Grandagarði 18 kl. 20.
Þáttökugjald er kr. 5.000
Ath. ekki verður boðið upp á nesti í bátunum.
Skráning fer fram hér á heimasíðu félagsins, á netfangið sjorek@outlook.com eða hjá Smára í síma 845-6556 eða Elínu í síma 664-3109 í allra síðasta lagi sunnudaginn 15. maí.
Veiðifélagar eru hvattir til að ganga frá skráningu við fyrsta tækifæri.
Dagskrá mótsins.
Laugardagur 21. maí
Kl. 07.30 Mæting á bryggju og mótsetning
Kl. 08.00 Siglt á miðin til veiða
Kl. 16.00 Veiði hætt, haldið til hafnar og afla landað.
Sunnudagur 22. maí
Kl. 20.00 Kvöldverður og verðlaunaafhending í félagsheimili SJÓR Höllinni Grandagarði 18
