Þorrinn nálgast og kominn tími á hið árlega þorrablót SJÓR.
Þorrablótið verður haldið í félagsheimilinu okkar Höllinni Grandagarði 18 laugardaginn 16. janúar. Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst 20:00.
SJÓR heldur aðeins eitt þorrablót á ári og það vill enginn SJÓR félagi missa af því. Takið með ykkur gesti.
Frábær þorramatur, skemmtiatriði og happadrætti.
Verð aðeins 5.000,-
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 12. janúar.
Skráning er á heimasíðu SJÓR á netfanginu sjorek@outlook.com eða í símum 845 6556 Smári eða 892 0890 Gottskálk