Sú ákvörðun var tekin á síðasta ári á aðalfundi Landsambandsins að breyta út af þeirri gömlu hefð að lokahóf SJÓL væri haldi á sama kvöldi og síðasta mótinu lyki. Þess í stað var ákveðið að halda veglega árshátíð / Lokahóf þann 31 . okt 2015 með pompi og prakt þar sem allt Sjóstangaveiðifólk kæmi saman og ætti frábæra kvöldstund ( úthvílt og ekki með sjóriðu ) .
Skipuð var nefnd með fulltrúa frá hverju félagi til að skipuleggja hið glæsilega kvöld. Ég vil hvetja ALLA !!! SJÓR félaga til að mæta hvort sem þeir hafi verið að veiða eða ekki til að koma og hitta allt þetta frábæra sjóstangaveiði fólk og eiga saman frábært kvöld (nefndin lofar frábærri skemmtun)
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst til ykkar formanns Elínar Snorradóttur elinsnorra@gmail.com eða í síma 664 3109 síðasti skráningardagur er 26. Okt.2015
Árshátíð / Lokahóf 31. Okt. 2015 í Iðusölum Lækjargötu 2
Húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk í neðri sal
Borðhald hefst kl. 19:30 í efri sal.
Matseðill.
Forréttur – Humarhalar
Aðalréttur – Nautalund með Bearnaise sósu
Eftirréttur – Skyrterta með tilheyrandi
Ef einhver er með ofnæmi fyrir einhverju af ofangreindu t.d. humrinum, vinsamlegast sendið stjórn nafn viðkomandi svo hægt sé að finna annan rétt fyrir hann.
Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá sem inniheldur skemmtiatriði og verðlaunaafhendingu .
Miðaverð er 9.500 kr ( Fordrykkur og þriggja rétta máltíð ) .
Vonast til að sjá ykkur sem flest og eigum glæsilega og skemmtilega kvöldstund saman .