Þá er komið að aðalmóti Sjóstangafélags Reykjavíkur sem haldið verður á Patreksfirði 15. og 16 maí.
Þáttökugjald er kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu.
Innifalið er miði á lokahóf, aukamiði kostar 5.000,-
Bent skal á að hægt er að taka ferjuna Baldur frá Stykkishólmi klukkan 15:00 á fimmtudeginum 14. maí og til baka frá Brjánslæk klukkan 18:00 á sunnudeginum 17. mai. Panta þarf fyrir bíla í síma 433 2254.
Skráning
Þáttaka tilkynnist á skáningarsíðu á heimasíðu SJÓR www.sjorek.is , með tölvupósti á sjorek@outlook.com eða til formanns þíns félags í síðasta lagi miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 20:00. Síðan mun ykkar formaður tilkynna okkur þátttökuna sama dag.
Eins dags veiði
Samkvæmt þriðju grein laga S.J.Ó.L. verður boðð upp á eins dags veiði innan veiðitímabils. Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða og mun mótstjórn reyna að verða fyrir óskum þeirra sem það kjósa.
Fyrir hönd Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur
Sjóstangaveiðimót dagana 15. og 16. maí 2015 á Patreksfirði
Mótsskrá
Fimmtudagur 14. maí
Kl. 20.00 Kjötsúpa í félagsheimilinu.
Kl. 21.00 Mótið sett, skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.
Föstudagur 15. maí
Kl. 05.30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Kl. 06.00 Siglt á fengsæl mið.
Kl. 14.00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 19.30 Plokkfiskur í félagsheimilinu í boði SJÓR, þá verður farið yfir aflatölur dagsins.
Laugardagur 16. maí
Kl. 05.30 Mæting á bryggju.
Kl. 06.00 Haldið til veiða á ný.
Kl. 14.00 Haldið til hafnar.
Kl. 20.30 Lokahóf og verðlaunaafhending í félagshemilinu.