
Kynningarmót SJÓR var haldið laugardaginn 22. mars
Alls voru 20 þátttakendur skráðir á mótið, 10 nýliðar og 10 vanir SJÓR félagar
Farið var úr höfn í Reykjavík kl. 08:00, á 5 bátum og veitt til kl.15:00
Landað var í Reykjavík og var aflinn tæp 10 tonn, stór og fallegur þorskur.
Óhætt er að segja að mótið hafi heppnast vel, veður eins og það gerist best og nýliðar jafnt sem gamlir sjóhundar mjög ánægðir með daginn.