
Kynningarmót Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 22 mars.
Farið verður á sjó á 4 – 5 bátum frá Reykjavík og Hafnarfirði.
Mæting á bryggju í síðasta lagi kl. 07:30.
Brottför verður kl. 08:00.
Veitt verður til kl. 14:00 og aflanum síðan landað í Reykjavík.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Tilvalið fyrir nýliða að mæta og prófa sportið.
Við getum lánað fólki eitthvað af búnaði.
Skráningarfrestur er til þriðjudags 18. mars.
Skráning á sjorek@outlook.is eða í síma 8586219.