Aðalfundur – Ný stjórn

Aðalfundur SJÓR var haldinn í gær. 16 félagar mættu í pizzu og (óáfengan) bjór. Góð stemming var á fundinum.

Ný stjórn var kosin og kemur Gylfi Ingason nýr inn í stjórnina sem gjaldkeri. Nýja stjórn skipa Kjartan sem formaður, Gylfi gjaldkeri, Marinó ritari, Þorgerður og Gilbert eru meðstjórnendur, og Ágústa og Lúther varamenn.

Meðal annars var töluvert rætt um kynningar- og innanfélagsmót og þá jafn vel að sigla út frá Reykjavík. Skipuð var nefnd um málið.

Nú er sól farin að hækka á lofti og tilvalið að kíkja á græjurnar og brýna önglana.