Aðalfundur SJÓR 20. febrúar 2025

Aðalfundur SJÓR verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Höllinni að Grandagarði 18.

Fundurinn sjálfur hefst stundvíslega kl. 20:00

Á UNDAN FUNDINUM VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ PIZZU FYRIR ÞÁ SEM VILJA OG ER ÞÁ MÆTING KL. 19:00

Við biðjum þá sem ætla að koma í pizzu að láta Gústu vita (gustath@simnet.is)

Dagskrá fundarins skv. 8. grein laga SJÓR:

Dagskrá Aðalfundar:

  1. Fundur settur.
  2. Kosinn fundarstjóri og ritari.
  3. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar, og hún borin undir atkvæði.
  4. Skýrsla fráfarandi formanns.
  5. Gjaldkeri skýrir reikninga.
  6. Lagabreytingar.
  7. Kosinn formaður.
  8. Kosnir fjórir menn í stjórn og tveir varamenn.
  9. Kosnir tveir endurskoðendur.
  10. Önnur mál
  1. Félagsgjald.
  2. Breytingar á lögum SJÓL.

Fundi slitið.