Aðalfundur SJÓR verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Höllinni að Grandagarði 18.
Fundurinn sjálfur hefst stundvíslega kl. 20:00
Á UNDAN FUNDINUM VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ PIZZU FYRIR ÞÁ SEM VILJA OG ER ÞÁ MÆTING KL. 19:00
Við biðjum þá sem ætla að koma í pizzu að láta Gústu vita (gustath@simnet.is)
Dagskrá fundarins skv. 8. grein laga SJÓR:
Dagskrá Aðalfundar:
- Fundur settur.
- Kosinn fundarstjóri og ritari.
- Lesin fundargerð síðasta aðalfundar, og hún borin undir atkvæði.
- Skýrsla fráfarandi formanns.
- Gjaldkeri skýrir reikninga.
- Lagabreytingar.
- Kosinn formaður.
- Kosnir fjórir menn í stjórn og tveir varamenn.
- Kosnir tveir endurskoðendur.
- Önnur mál
- Félagsgjald.
- Breytingar á lögum SJÓL.
Fundi slitið.
