Innanfélagsmótið og veðurútlit

Uppfært: Vegna slæmrar veðurspár hefur mótinu verið frestað, því miður.

—-

Uppfært: Vegna slæmrar veðurspár verður endanleg ákvörðun um mótið í Grundarfirði tekin um hádegi á morgun, fimmtudag.

—–

Veðurútlit fyrir Snæfellsnes seinnipart vikunnar er ekkert sérstakt.

Endanleg ákvörðum um hvort mótið verður haldið, verður tekin á miðvikudagskvöld, í samráði við skipstjórana.

Veðrið á föstudag gæti haft áhrif á okkur, því þrír af fjórum bátum í mótinu eru á grásleppuveiðum og ætla að draga upp grásleppunetin á föstudaginn.

Ef ekki verður sjóveður á föstudaginn, verða þeir að fara og draga upp netin á laugardaginn og komast því ekki með okkur.