Innanfélagsmót SJÓR, Grundarfirði 25. maí

Innanfélagsmót SJÓR verður haldið laugardaginn 25. maí og farið verður frá Grundarfirði.

Keppt verður á milli báta. Þremur aflahæstu skipstjórum verður veitt verðlaun.

Lokaskráning miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00.

Dagskrá
Laugardagur 25. maí
Kl. 7:00 Mæting á bryggju og þar verða mótsgögn afhent.
Kl. 8:00 Haldið til veiða.
Kl. 14:00 Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar.
Kl. 16:00 Kaffi og gúmmulaði á veitingarstaðnum Harbour cafe. Úrslit tilkynnt og verðlaun veitt.

Ekki verður boðið upp á nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

Ekkert mótsgjald.

Skráning
Tekið er við skráningu og frekari spurningum með tölvupósti til formanns, kjartan.gunnsteins@gmail.com eða sjorek@outlook.com.
Einni má hafa samband við Kjartan í síma 858 6219.

Við hvetjum félagsmenn til að koma og veiða því þetta er okkar helsta fjáröflun. Veiðimenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Kveðja, stjórn SJÓR