Aðalfundur SJÓR var haldinn í gær.

Kjartan Gunnsteinsson er nýr formaður SJÓR. Sami mannskapur var kosinn í stjórn en eitthvað verður um hlutverkaskipti.
Rekstur á félaginu gengur vel þó átaks sé þörf á nýliðun félaga. Samþykkt var að halda svipuðu sniði á innanfélagsmótinu í vor.
Enn er hávetur en það styttist hægt og rólega í fyrsta mót upp á Skaga.