Andlát – Gottskálk J. Bjarnason

Það verður að segjast að það er skammt stórra högga á milli hjá okkur í SJÓR um þessar mundir.
Í sumar kvöddum við Svavar, við vorum að kveðja Friðleif og núna er elskulegi Gotti látinn. Hæglátur en alltaf brosmildur og ljúfur og snillingur þegar kom að því að gera við hjólin okkar.
Hans verður sárt saknað og við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gotta þökkum við fyrir góða samveru gegnum árin.

Færðu inn athugasemd