Þorrablótið tókst vel

Á laugardagskvöldið s.l. héldum við þorrablótið okkar. 23 höfðu skráð sig og mættu allir og félagarnir eyddu góðri kvöldstund saman. Þorramaturinn kom frá Múlakaffi og var gerður góður rómur að honum. Happdrættið var á sínum stað og þó að það verði æ erfiðara að safna vinningum frá fyrirtækjum, þá hjálpuðust allir að og úr varð hin besta skemmtun. Við þökkum Flóru ehf og Gilbert úrsmið kærlega fyrir stuðninginn. Við þökkum líka þeim sem mættu, fyrir ljúft og skemmtilegt kvöld.

Næsti viðburður er þá Aðalfundurinn og langar okkur að hvetja sem flesta til að láta sjá sig. Hann verður haldinn 22. febrúar (fimmtudagur). Að þessu sinni verður boðið uppá pizzu og bjór (óáfengan, svo allir geti nú fengið sér) og við hlökkum til að sjá ykkur. Formlegt fundarboð kemur von bráðar.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Kjartan Gunnsteinsson tók í byrjun kvöldsins.

Kveðja, stjórnin