Okkur tekur það sárt að tilkynna andláts Friðleifs Stefánssonar, félaga okkar í SJÓR. Friðleifur var mjög virkur í félaginu, bæði í starfi og ekki síður við veiðar, meðan heilsan leyfði. Hann var góður félagi sem hafði góða nærveru, var fiskinn og mikill húmoristi. Við þökkum honum kærlega fyrir samfylgdina gegnum árin.
SJÓR vottar aðstandendum og fjölskyldu Friðleifs sínar innilegustu samúðarkveðjur.
