Kæru félagar,
Þorrablótið er næst á dagskrá og við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst þó fresturinn renni ekki út fyrr en 14. janúar. Skráning fer fram á sjorek@outlook.com. Þegar þið greiðið, er best að senda kvittun eða amk póst á sjorek@outlook.com og láta vita. Endilega bjóðið gestum með ykkur.
Við auglýsum nánari dagskrá þegar nær dregur en við getum þó sagt núna að miðaverðið er 8.000 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, kveðja, stjórnin
