Félagið

Sagan félagsins
Félagið var stofnað 10. maí 1961, og var stofnfundur haldinn á Hótel Borg. Fyrstu stjórn skipuðu; Halldór Snorrason, Agnar Gústafsson, Einar Ásgeirsson, Guðmundur E. Ólafsson og Magnús Valdimarsson.

Halldór Snorrason var kosinn fyrsti formaður félagsins. Árið 1969 lagðist starfsemin af um tíma, en félagið var endurvakið árið 1990 og Jónas Þór Jónasson kosinn formaður.

Anton Örn Kærnested fyrrverandi ritari félagsins hefur tekið saman fundargerðir frá stofnun til ársins 2011. Í tilefni 50 ára afmælis félagsins hafði hann veg og vanda af útgáfu fundargerðanna í bók. Einnig er hægt að skoða þær í PDF formi með því að smella hér.

Fundargerðirnar eru fróðlegar og skemmtileg lesning eins og sjá má á eftirfarandi :

Frá fundi 1.des. 1968. “ Sérstök ósk kom fram um það að barinn í Bolholti 4, yrði opnaður a.m.k. hálfri klukkustund fyrir fundarbyrjun. Var þessari tillögu fagnað “

11. jan. 1969. “ Fundarmenn telja að þessi fundur hafi tekist mjög vel. Menn komu þunglyndir til leiks, en gengu hallir af velli. Halldór þykir enn fremur þunglyndur, en von er til að Njáll vaki yfir velferð hans. Njáll mótmælir eindregið og segist fara að sofa. Nei, nei, segist ætla að halda vöku sinni, MAO segir ekki orð, enda ekki frásagnarhæfur eftir síðustu Pólar-ferð. Punktur.

Núverandi stjórn SJÓR

Nafn Titill Símanúmer Netfang
Ágústa Sigríður Þórðardóttir Formaður 893 4034 gustath@simnet.is
Kjartan Gunnsteinsson Varaformaður 858 6219  kjartang@mila.is
Lúther Einarsson Gjaldkeri 893 4007  ljosafl@simnet.is
Pálmar Einarsson Ritari 893 3378 palmar@afltak.is
Elín Snorradóttir Meðstjórnandi 664 3109 elinsnorra@gmail.com
Einar Lúthersson Varamaður 866 7341 eil1@hi.is
Gilbert Ó. Guðjónsson Varamaður  698 4485 gilbert@jswatch.com

Skoðunarmenn reikninga
Örn Úlfar Andrésson
Svavar Svavarsson

3 athugasemdir við “Félagið

Færðu inn athugasemd við Björn Axelsson Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s