Félagið

Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað 10. maí 1961. Haustið 2015 flutti félagið í stórt og glæsilegt húsnæði að Grandagarði 18, sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Höllin“. Sú staðsetning hentar fullkomlega, með frábæru útsýni út á höfnina. Fallegur veislusalur er m.a. það sem prýðir þetta ágæta húsnæði.

Að gerast félagsmaður er góð leið til að kynnast sjóstangaveiðinni og fólkinu sem hana stundar og hefur gert í allt að 30 ár – eða jafnvel lengur. Það er ýmislegt sér til gamans gert, svo sem þorrablót, kótelettukvöld, opin hús fyrir aðalmótin og síðast en ekki síst, lokahóf SJÓL þar sem sumarið er gert upp í góðra vina hópi með góðum mat og skemmtun.

Hvernig gengur þetta svo fyrir sig? Komdu á kynningarkvöld hjá okkur, skoðaðu veiðigræjurnar og fáðu að vita allt um sjóstangaveiði. Ef þér líst vel á, er einfalt að gerast félagsmaður og skrá sig á eitthvert þeirra móta sem haldin verða í sumar. Þú færð aðstoð við að útvega nauðsynlegan búnað og allar upplýsingar hjá félagsmönnum. Innanfélagsmót er eins dags veiði, sem hentar vel sem fyrsta mót. Aðalmótin eru síðan alltaf 2ja daga mót og haldin víða um land.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann SJÓR.

Núverandi stjórn SJÓR

Nafn Titill Símanúmer Netfang
Kjartan Gunnsteinsson Formaður 858 6219 kjartang@mila.is
Þorgerður Einarsdóttir Varaformaður 691 0554 floraehf@gmail.com
Lúther Einarsson Gjaldkeri 893 4007 ljosafl@simnet.is
Marinó Njálsson Ritari 899 8877 marino.njalsson@gmail.com
Gilbert Ó. Guðjónsson Meðstjórnandi 893 3378 gilbert@jswatch.com
Ágústa S. Þórðardóttir Varamaður 893 4034 gustath@simnet.is
Einar Lúthersson Varamaður 866 7341 eil1@hi.is

Skoðunarmenn reikninga:
Örn Úlfar Andrésson
Guðbjartur G. Gissurarson

Sagan félagsins
Félagið var stofnað 10. maí 1961, og var stofnfundur haldinn á Hótel Borg. Fyrstu stjórn skipuðu; Halldór Snorrason, Agnar Gústafsson, Einar Ásgeirsson, Guðmundur E. Ólafsson og Magnús Valdimarsson.

Halldór Snorrason var kosinn fyrsti formaður félagsins. Árið 1969 lagðist starfsemin af um tíma, en félagið var endurvakið árið 1990 og Jónas Þór Jónasson kosinn formaður.

Anton Örn Kærnested fyrrverandi ritari félagsins hefur tekið saman fundargerðir frá stofnun til ársins 2011. Í tilefni 50 ára afmælis félagsins hafði hann veg og vanda af útgáfu fundargerðanna í bók. Einnig er hægt að skoða þær í PDF formi með því að hér.

Fundargerðirnar eru fróðlegar og skemmtileg lesning eins og sjá má á eftirfarandi :

Frá fundi 1.des. 1968. “ Sérstök ósk kom fram um það að barinn í Bolholti 4, yrði opnaður a.m.k. hálfri klukkustund fyrir fundarbyrjun. Var þessari tillögu fagnað “

11. jan. 1969. “ Fundarmenn telja að þessi fundur hafi tekist mjög vel. Menn komu þunglyndir til leiks, en gengu hallir af velli. Halldór þykir enn fremur þunglyndur, en von er til að Njáll vaki yfir velferð hans. Njáll mótmælir eindregið og segist fara að sofa. Nei, nei, segist ætla að halda vöku sinni, MAO segir ekki orð, enda ekki frásagnarhæfur eftir síðustu Pólar-ferð. Punktur.

3 athugasemdir við “Félagið

Ummæli eru ekki leyfð.